fbpx

haldinn föstudaginn 2. desember 2011 kl. 12.00

Mætt: Elfa Dögg Þórðardóttir, Aðalsteinn Sveinsson, Elín
Einarsdóttir, Reynir Arnarson, Sigríður Lára Ásbergsdóttir, Gunnlaugur
Grettisson og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, boðaði forföll. Í fundinum tóku einnig þátt: Óskar
Sigurðsson lögmaður, Hafliði R. Jónsson og Smári Ólafsson frá VSÓ ráðgjöf
og Einar Kristjánsson frá Strætó bs.

Dagskrá
1. Samningur við Hópbíla hf.
Lögð fram drög að samningi við Hópbíla hf um almenningssamgöngur á starfssvæði SASS og milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins.
Elfa Dögg fór yfir aðdraganda samningsins. Óskar Sigurðsson skýrði frá þeim lagalegu atriðum sem heimiluðu SASS að ganga til samningskaupa við Hópbíla.
Samningurinn borinn upp og samþykktur.
Undirritun fer fram síðar í dag.

Fundi slitið kl. 12.30