fbpx

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, föstudaginn 9. september  2011,  kl. 11.00

Mætt:  Elfa Dögg Þórðardóttir, Aðalsteinn Sveinsson, Elliði Vignisson,  Reynir Arnarson, Sigríður Lára Ásbergsdóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Elín Einarsdóttir og varamaður hennar boðuðu forföll

Formaður setti fund og bauð stjórnarmenn velkomna til fundar.

 Dagskrá

 1. Fundargerð samgöngunefndar SASS frá 25. ágúst sl

Fundargerðin staðfest.

 2.  Sóknaráætlun fyrir Suðurland.

1. Fundargerð samráðsfundar um sóknaráætlun landshluta frá 29. ágúst sl.

2. Fundargerðir framkvæmdaráðs sóknaráætlunar frá 18. og 30. ágúst og 6. og 8. september sl.

3. Tillögur framkvæmdaráðs um átta verkefni til fjárfestingaráætlunar.

Lagðar fram og kynntar.  Stjórnin samþykkti tillögurnar.

3.  Almenningssamgöngur á Suðurlandi.

Svör  eftirfarandi sveitarfélaga við beiðni um staðfestingu samkomulags SASS og Vegagerðarinnar:

            i.      Vestmannaeyjabæjar, dags. 17. ágúst 2011.

            ii.      Grímsness- og Grafningshrepps, dags.  18. ágúst 2011.

            iii.      Mýrdalshrepps, dags. 19. ágúst 2011.

            iv.      Ásahrepps, dags. 23. ágúst 2011.

            v.      Hrunamannahrepps, dags. 15. ágúst 2011.

            vi.      Rangárþings eystra, dags. 12. ágúst  2011.

           vii.      Rangárþings ytra frá 10. ágúst 2011.

           viii.      Sveitarfélagsins Ölfuss, dags. 10. ágúst 2011.

                   ix.      Skeiða- og Gnúpverjahrepps, dags. 10. ágúst 2011.

                    x.      Skaftárhrepps frá 15. ágúst sl.

Staða mála var kynnt.  Útboð hefur verið auglýst og tilboð verða opnuð 24. október nk.    Stjórn SASS leggur áherslu á að á öllum föstum leiðum verði internetsamband í áætlunarvögnunum.

 4. Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og nýtingu landsvæða.

 Samþykkt að óska eftir kynningu á tillögunni.

 5.  Bréf frá Innanríkisráðuneytinu, dags. 10. ágúst 2011, með umræðuskjali  um  eflingu sveitarstjórnarstigsins

ásamt gátlista.

Samþykkt að vísa málinu til nefndavinnu á ársþingi SASS.

 6.   Ársþing SASS 2011.

Drög að dagskrá  árþings og  aðalfundar SASS lögð fram.

Rætt um aðkomu fjárhagsnefndar að undirbúningi ársþings.  Samþykkt að leggja fram tillögur að breyttum samþykktum.

Gengið verður frá þessum atriðum á næsta stjórnarfundi ásamt skýrslu stjórnar.

7.   Fjárhagsáætlun 2011.

Lögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun.

Áætlunin verður afgreidd á næsta stjórnarfundi.

8.  Fundargerðir frá landshlutasamtökum.

Til kynningar.

Næsti fundur stjórnar verður haldinn 7. október nk.

Fundi slitið kl.   13.40