fbpx

412. fundur stjórnar SASS

haldinn að Austurvegi 56 Selfossi.

miðvikudaginn 5. mars 2008, kl. 16:00

Mættir: Sveinn Pálsson, Guðmundur Þór Guðjónsson, Gylfi Þorkelsson, Jón Hjartarson, Þorgils Torfi Jónsson, Elliði Vignisson (í gegnum fjarfundabúnað) og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Sigurður Ingi Jóhannsson boðaði forföll.

Fundargerðin var færð í tölvu.

Dagskrá

1. Fundargerð samgöngunefndar SASS frá 26. febrúar sl.

Stjórn SASS tekur undir ályktun nefndarinnar um fjarskiptamál og samþykkir að koma henni á framfæri við samgönguráðuneytið. Stjórnin tekur einnig undir ályktun nefndarinnar um bættar almenningssamgöngur á leiðinni Selfoss – Hveragerði – Reykjavík.

Fundargerðin staðfest.

2. Fundargerðir aukafunda SASS og AÞS frá 15. febrúar sl.

Til kynningar.

3. Erindi frá Alþingi, þar sem óskað er umsagnar um eftirtalin þingmál:

a. Frumvarp til laga um tekjuskatt, 325. mál.

Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að skattaumsýsla stórfyrirtækja verði alfarið færð undir skattaumdæmi Reykjavíkur. Stjórn SASS leggur áherslu á starfsemi skattstofa á landsbyggðinni verði styrkt með tilflutningi verkefna.

b. Frumvarp til laga um tekjuskatt, 54. mál, ferðakostnaður.

Lagt fram.

c. Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs, 327. mál, EES-reglur, rafeindatækjaúrgangur.

Stjórnin tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið.

d. Frumvarp til laga um frístundabyggð, 372. mál, heildarlög.

Athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga við frumvarpið, dags. 21. febrúar 2008.

Stjórnin mælir með samþykkt frumvarpsins en tekur um leið undir athugasemdir sambandsins.

e. Frumvarp til skipulagslaga, 374. mál, heildarlög.

Lagt fram. Umsögn frestað til næsta fundar.

f. Frumvarp til laga um mannvirki, 375, mál, heildarlög.

Lagt fram. Umsögn frestað til næsta fundar.

g. Frumvarp til laga um brunavarnir, 376. mál, flutningur verkefna Brunamálastofnunar o.fl.

Lagt fram. Umsögn frestað til næsta fundar.

4. Fyrirkomulag skrifstofuhalds SASS og húsnæðismál samtakanna, sbr. ályktun aðalfundar SASS 1. og 2. nóvember sl.

Kynntar hugmyndir um þátttöku SASS og tengdra stofnana í nýbyggingu með fleiri stofnunum sem staðsettar eru á Selfossi. Formanni, varaformanni og framkvæmdastjóra falið í samráði við forsvarsmenn Atvinnuþróunarfélags, Heilbrigðiseftirlits, Skólaskrifstofu og Sorpstöðvar að kanna málið og leggja tillögu fyrir stjórn að könnun lokinni. Þeim einnig falið að ræða um hugsanlegar breytingar á skrifstofuhaldi og móta tillögu um málið.

5. Markaðsstofa Suðurlands.

Farið yfir hugmyndir um Markaðsstofu Suðurlands og hugsanlega kostnaðarþátttöku sveitarfélaganna í rekstri markaðsstofunnar. Stjórn SASS beinir þeim tilmælum til stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands að hún, í ljósi góðrar peningalegrar stöðu félagsins, kanni möguleika á sameiginlegu framlagi sveitarfélaganna úr sjóðum félagsins til allt að þrigga ára tilraunaverkefnis.

6. Efni til kynningar.

a. Fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 17. janúar, 15. febrúar og 18. febrúar sl.

b. Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands frá 18. febrúar sl.

c. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 19. febrúar sl.

d. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22. febr. sl.

Fundi slitið kl. 17.00

Sveinn Pálsson

Guðmundur Þór Guðjónsson

Gylfi Þorkelsson

Jón Hjartarson

Þorgils Torfi Jónsson

Elliði Vignisson

Þorvarður Hjaltason