fbpx

Fundargerð:
11. fundur verkefnastjórnar Sóknaráætlunar – 2017
Austurvegi 56, 12. desember, kl. 12:00

Fundinn sátu Unnur Þormóðsdóttir formaður verkefnisstjórnar, Páll Marvin Jónsson (í síma), Bryndís Björk Hólmarsdóttir og Runólfur Sigursveinsson. Sveinn Sæland boðaði forföll.  

Einnig sátu fundinn Bjarni Guðmundssin framkv.stj. SASS og Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður verkefnastjórnar, Unnur Þormóðsdóttir setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1. Yfirferð tillagna að áhersluverkefnum 2018

Til umræðu á fundinum voru tillögur að áhersluverkefnum 2018. Verkefnastjórn samþykkti eftirfarandi tillögur eftir aðra umræðu. Samþykkt var að fela sviðsstjóra að vinna að uppfærðum verkefnisáætlunum í samræmi við samþykktar upphæðir verkefna og umræður fundarins, í samráði við hlutaðeigandi þar sem við á. Samþykkt að vísa tillögunum til stjórnar SASS til samþykktar og í framhaldi til stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál.

 

Verkefnatillaga (heiti)           Upphæð
Umhverfis- og auðlindastefna Suðurlands – 1. áfangi           10.000.000    
Umhverfis Suðurland – umhverfisátak           10.000.000    
Alþjóðaflugvöllur á Suðurlandi – veðurathuganir í landshlutanum             5.500.000    
Hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi             5.000.000    
Fagháskólanám á Suðurlandi – tilraunaverkefni             5.000.000    
Innleiðing fjarheilbrigðisþjónustu á Suðurlandi             3.000.000    
Menningarpassi Suðurlands             3.000.000    
Hagnýtar hagtölur á Suðurlandi – 1. áfangi             2.500.000    
Upplýsingavefur fyrir fjárfesta – „invest in south“             2.500.000    
Starfamessa á Selfossi 2019             2.000.000    
Starfakynning í Vestmannaeyjum 2018             2.000.000    
Námskeiðaröð fyrir frumkvöðla á Suðurlandi             2.000.000    
Nýsköpunarkeppni framhaldsskólanna á Suðurlandi – 1. áfangi             1.000.000    
Hvatningarverðlaun á sviði atvinnuþróunar-, nýsköpunar og menningar á Suðurlandi             1.000.000    
Fræðsla og samvinna ungmennaráða á Suðurlandi                 500.000    

 

Fundi slitið kl. 15:00.