fbpx

Yrki arkitektar hafa hlotið heiðursviðurkenningu A’Design Award fyrir hönnun sína á vigtarhúsinu í Þorlákshöfn. A’Design Award er ein stærsta árlega hönnunarsamkeppni í heimi, þar sem dómnefnd veitir hönnuðum, arkitektum og hönnunarfyrirtækjum alþjóðlega viðurkenningu.Byggingu vigtarhússins í Þorlákshöfn lauk árið 2009 og hefur það hlotið mikla athygli allra sem lagt hafa leið sína um bryggjuna í Þorlákshöfn fyrir sérstakt form og áberandi lit byggingarinnar.

Á vefsíðu A’Design Award, er hægt að lesa betur um hugmyndina á bakvið hönnunina og ýmislegt sem viðkemur byggingu vigtarhússins á vefsíðunni: https://competition.adesignaward.com/design.php?ID=35667