fbpx

Til sjávar og sveita viðskiptahraðallinn býður upp á metnaðarfullan vettvang til vöruþróunar fyrir verkefni sem snúa að matvælaiðnaði, nýjum lausnum í landbúnaði og haftengdum iðnaði og betri nýtingu hráefna þar sem sjálfbærni og nýsköpun eru höfð að leiðarljósi. Hraðallinn, sem hefur göngu sína í annað sinn næsta haust, er einnig tilvalinn vettvangur fyrir þróun tæknilausna ætlaðar verslun og þjónustu, t.d. greiðslumiðlun, birgðastýringu, flutningi o.þ.h. sem snýr að því að koma vörum í hendur viðskiptavina. Hraðlinum er ætlað að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til vara er komin á markað. Lumar þú á lausn?

Sjá nánari upplýsingar um viðskiptahraðalinn á www.tilsjavarogsveita.is, en opið er fyrir umsóknir til og með 15. júní.