fbpx

Á fundi sveitarstjórnar Hrunamannahrepps 3. desember sl. kynnti oddviti drög að viljayfirlýsingu frá Vesturporti um samstarf og fyrirhugaðar áætlanir  í landi Grafar á Flúðum. Sveitarstjórn samþykkti  að leggja sitt af mörkum til að verkefnið getið orðið að veruleika. Áætlanir snúa að því að koma upp sögusöfnum í Byggðasafninu í Gröf, auk þess sem gert er ráð fyrir leiksýningum tengdar sögusöfnum. Auk þess sem gert er ráð fyrir verslun og veitingarekstri í sama húsnæði og safnið.