fbpx

Verkefnið er á vegum Félagsmiðstöðvarinnar Þrykkjunnar og Ungmennahússins í Söderhamn. Þema Youth Port er jöklar, hlýnun þeirra og áhrifa á landslagið. Markmið verkefnisins er að efla æskulýðsstarfið í ungmennahúsunum og gefa þeim sem taka þátt tækifæri til að læra á óformlegan hátt um náttúru og menningu annars lands.

Verkefnið er styrkt af Erasmus+ áætluninni og Evrópu Unga fólksins. Einnig hafa fyrirtæki lagt verkefninu lið en haldið verður áfram með fjáröflun til að fjármagna það sem vantar uppá fyrir ferð íslenskra ungmenna til Söderhamn, en lagt verður af stað í þá ferð 16. september. Í Söderhamn verða unnin verkefni og svæði skoðuð þar sem löngu horfnir jöklar hafa mótað náttúruna. Þess má geta að nafnið Youth Port dregur nafn sitt að því að orðið höfn er í báðum bæjarnöfnunum, Söderhamn og Höfn í Hornafirði.

EUF-logo