fbpx

Vaxtarsamningur Suðurlands var undirritaður sl. föstudag á Hótel Hvolsvelli.  Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd ríkisns og hélt ávarp.  Í máli hans kom m.a. fram að vaxtarsamniningar færðu aukið vald til heimamanna og  efldu frumkvæði og samstöðu í byggðarlögunum. Meginmarkmið samningsins eru: að  efla Suðurland sem eftirsóttan valkost til búsetu,að auka samkeppnishæfni svæðisins og efla hagsvöxt, að þróa og styrkja vaxtargreinar svæðisins og efla svæðisbundna sérþekkingu, að fjölga fyrirtækjum og efla framboð á vörum og þjónustu og laða fram alþjóðlega fjárfestingu og þekkingu. Eitt meginatriðið í þeirri aðferðafræði sem beitt er með vaxtarsamningum er aukin samvinna með  myndun klasa hjá fyrirtækjum, stofnunum og samtökum.
Saminginn undirrituðu auk ráðherrans þeir Gunnar Þorgeirsson formaður SASS, Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar og Snorri Finnlaugsson formaður Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.

Að samningnum standa auk fyrrgreindra aðila um 15 fyrirtæki og stofnanir.   Samningurinn er til næstu þriggja ára og samkvæmt honum mun ríkið leggja um 75  milljónir króna til verkefnisins, en um 90 milljónir króna koma frá öðrum aðilum samningsins.