fbpx

Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir verður með uppistand í Ráðhúskaffi í kvöld 25. september. Sýninguna kallar hún „Dagbók Önnu Knúts“ í stíl við nöfnu hennar Frank. Þetta er frumsýning þessa einleiks sem tekur um 1 klst. í sýningu Sýningin hefst kl. 21:00 og kostar kr. 1.000.- miðinn.

Ráðhúskaffi býður upp á léttan kvöldverð fyrir uppistandið. Borðhald hefst  kl. 20:00. Verð fyrir máltíð er kr. 1.390.-, pantanir í mat í síma 8943017

Laugardaginn 26. september kl. 17:00 verður Kammerkór Suðurlands með tónleika í Versölum í Ráðhúsinu. Flutt verður efnisskrá sem kórinn flutti í Grænalandsferð sinni nýverið og vakti mikla lukku, miðaverð er kr. 1.500.-