fbpx

Fyrr í þessum mánuði var myndaður hópur sem stóð fyrir samstöðufundi fyrir utan Hótel Selfoss til stuðnings við sjúkarhúsin á Suðurlandi vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á fjárlögum 2011.  Á annað þúsund íbúar á Suðurlandi mættu á fundinn þar sem málefnið var kynnt. Nú hefur sami hópur hrint af stað undirskriftarsöfnun meðal Sunnlendinga þar sem skorað er á ríkisstjórn og Alþingi að þyrma sjúkrahúsunum á Suðurlandi.  Undirskriftalistar munu liggja frammi hjá stofnunum og fyrirtækjum á Suðurlandi.  Viljum við hvetja fólk til að leggja málefninu lið og skrifa  nafn sitt á viðkomandi lista. Jafnframt hefur verið opnuð Facebooksíða þar sem fólk er hvatt til að styðja málefnið. Síðan heitir Við styðjum sjúkrahúsin á Suðurlandi.  Fyrirhugað er að skila undirskriftarlistunum 11. nóvember n.k.

Samband sunnlenskra kvenna.

Verkalýðsfélögin á Suðurlandi

Samtök sunnlenskra sveitafélaga

Búnaðarsamband Suðurlands

Atorka, Félag atvinnurekanda á Suðurlandi