fbpx

Á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi  afhenti Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar umhverfisverðlaunin fyrir árið 2014. Í þetta skipti var garðurinn við Túngötu 57 á Eyrarbakka valinn sá fallegasti en eigendur hans eru þau Óðinn Kalevi Andersen og Ása Lísbet Björgvinsdóttir.  Snyrtilegasta fyrirtækið var valið JÁVERK á Selfossi við Gagnheiði 28 á Selfossi. Starfsmenn JÁVERKS eru um 110 en skrifstofur eru bæði á Selfossi og í Reykjavík. Á myndunum má annars vegar sjá Ástu með þeim Óðni og Ásu með viðurkenningarskjalið sitt og blóm og hins vegar fulltrúa JÁVERKS, eða þau Herborgu A. Magnúsdóttur, Guðmund B. Gunnarsson og Heimir Rafn Bjarkarson með viðurkenningarskjalið og blómvönd.

Umhverfisverðlaun Árborgar 2014Umhverfisverðlaun Árborgar 2014 B