fbpx

Umhverfisverðlaun Rangárþings ytra voru afhent þriðjudagskvöldið 29. júlí á Hellu. Verðlaunin fóru á fimm staði í ár. Hótel Rangá fékk verðlaun fyrir snyrtilegasta fyrirtækið, Hulda Gústafsdóttir og Hinrik Bragason á Árbakka fengu verðlaun fyrir snyrtilegasta lögbýlið, Guðný Rósa Tómasdóttir og Bjarni Jóhannsson, Heiðvangi 9 á Hellu fengu verðlaun fyrir snyrtilegasta garðinn og loks fengu bæirnir Nefsholt hjá Olgeiri Engilbertssyni og Guðnýju Finnu Benediktsdóttur og Nefsholt 1 hjá Engilbert Olgeirssyni  og Rán Jósepsdóttur verðlaun fyrir einstaklega snyrtileg býli. Á myndinni eru verðlaunahafarnir með blómin sín í steinkerjunum og viðurkenningarskjölin, frá vinstri, forsvarsmenn Hótel Rangár, þá Hulda og Hinrik, því næst Anna María Kristjánsdóttir, formaður umhverfisnefndar og við hlið hennar er Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri. Þar við hliðina eru hjónin í Heiðvangi 9 og síðan fjölskyldurnar í Nefsholti.

Umhverfisverðlaun Rang