fbpx

Á fundi stjórnar SASS í dag,   14. ágúst, var fjallað um forgangsröðun vegaframkvæmda vegna hugsanlegrar fjármögnunar lífeyrissjóða.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt:
,,Stjórn SASS  ítrekar afstöðu samtakanna um nauðsyn tvöföldunar Suðurlandsvegar á milli Selfoss og Reykjavíkur.  Við forgangsröðun framkvæmda í vegagerð hlýtur tvöföldun  Suðurlandsvegar að  vera í fyrsta sæti.  Kemur þar margt til.  Í fyrsta lagi er mjög mikil og vaxandi umferð um Suðurlandsveg.  Í öðru lagi er slysatíðni á veginum há og því brýn nauðsyn …á úrbótum.  Í þriðja lagi liggur fyrir að arðsemi tvöföldunar er mjög mikil, sbr. svar samgönguráherra við fyrirspurn á Alþingi 11. ágúst sl.  Í fjórða og síðasta lagi er ljóst að almenningur telur þessa framkvæmd langbrýnasta úrlausnarefnið í samgöngumálum þjóðarinnar, sbr. nýgerða skoðanakönnun Gallup.   Þá  liggur fyrir að skipulagsmál standa ekki í vegi fyrir því  að hægt sé að hefja verkið og nú þegar er hluti leiðarinnar tilbúinn til útboðs hjá Vegagerðinni.

Í ljósi alls þessa skorar stjórn   SASS á Alþingi og samgönguráðuneyti að séð verði til þess að tvöföldun Suðurlandsvegar  verði forgangsverkefni.