fbpx

Sveitahátíðin Tvær úr Tungunum 2014 verður haldin í Reykholti í Bláskógabyggð við félagsheimilið Aratungu laugardaginn 16. ágúst 2014.  Dagskráin hefst kl. 10:00 með kaffi á sundlaugabakkanum og lýkur með dansleik um kvöldið í Aratungu þar sem hljómsveit Geirmundar Valtýssonar mun leika fyrir dansi. Hápunktur dagsins verða Aratunguleikarnir í gröfuleikni en þar munu nokkrir gröfumenn sýna snilli sína við stjórntækin og strax á eftir verður keppt í járnkarlinum og kerlingunni 2014 þar sem reynir á snerpu og kraft keppenda. Alla dagskrá dagsins er að finna á www.sveitir.is Meðfylgjandi myndir voru teknar í keppninni um járnkarlinn á hátíðinni 2012.

Tungur 3 Tungur 7 Tungur 8Tungur 1