fbpx

Töðugjöld verða haldin á Hellu dagana 14. -17.  ágúst 2014. Hátíðin hefst í Oddakirkju fimmtudagskvöldið 14. ágúst með tónleikum með kór Oddakirkju og Ómari Diðriks og Sveitasonum,einnig mun Þórarinn Eldjárn lesa upp úr verkum sínum. Á föstudagskvöldinu er þorpararölt og að þessu sinni taka íbúar úr gula hverfinu  á móti gestum. Á laugardeginum verður dagskrá um allt þorp frá kl.10:00 til 17:00 þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt  hæfi. Víkingar úr Hafnarfirði munu m.a. slá upp þorpi á árbakkanum. Kvöldvaka verður svo á íþróttavellinum frá 20:30 þar sem Felix Bergsson mun halda uppi fjörinu.  Ómar Diðriks mun stýra brekkusöngnum og Flugbjörgunarsveitin á Hellu mun sjá um flugeldasýninguna. Á sunnudeginum verða m.a. tónleikar í safnaðarheimilinu kl. 14:00 með Glódísi Margréti Guðmundsdóttur. Nánari upplýsingar um dagskrá töðugjaldanna er að finna á www.ry.is og á Facebook,  Töðugjöld í Rangárþingi Ytra 2014.