Það er ekki langt síðan að það var töluvert vandamál að setja upp fjarfundi. Þá var sérstaklega erfitt ef átti að hafa myndfundi, deila skjám eða teikna á töflu. Upplifunin var oft á tíðum óþægileg og fólk nennti hreinlega ekki að standa í þessu. En nú er öldin önnur með tólum eins og Microsoft Teams.
Þann 6. febrúar 2020 hélt Nýsköpunarnefnd FKA í samstarfi við Suðurlandsdeild FKA málþing á Skyrgerðinni í Hveragerði, þar sem spurt var “Get ég fjármagnað verkefnið mitt”. Þær Ragnhildur Ágústdóttir stofnandi Icelandic Lava Show, Hulda Brynjólfsdóttir stofnandi Uppspuna, Smáspunaverksmiðju og Erna Hödd Pálmadóttir stofnandi Beauty by Iceland sem allar hafa hlotið styrk í gegnum Uppbyggingarsjóð, kynntu
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) boða til opins fundar um umhverfismál í sjávarútvegi, miðvikudaginn 4. mars, undir yfirskriftinni, Hvernig getur sjávarútvegur gert betur í umhverfismálum? Fundurinn verður í veitingahúsinu Messanum í húsi Sjóminjasafnsins á Granda og hefst kl. 9:00 og stendur til kl. 11:00. Húsið verður opnað kl. 8:30 og boðið er upp á morgunverð. Til að sjá
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Markmið Uppbyggingarsjóðs eru að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi, efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi og að styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi.