fbpx

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) boða til opins fundar um umhverfismál í sjávarútvegi, miðvikudaginn 4mars, undir yfirskriftinni, Hvernig getur sjávarútvegur gert betur í umhverfismálum? Fundurinn verður í veitingahúsinu Messanum í húsi Sjóminjasafnsins á Granda og hefst kl. 9:00 og stendur til kl. 11:00. Húsið verður opnað kl. 8:30 og boðið er upp á morgunverð.

Til að sjá streymi af fundinum. Smelltu hér

Frummælendur eru Andri Snær Magnason rithöfundur, Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs, Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar og Gunnar Tómasson framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík. Að því loknu fara fram pallborðsumræður með þátttöku Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS. Fundarstjóri er Þórlindur Kjartansson, pistlahöfundur á Fréttablaðinu.

Fundurinn á miðvikudag er annar fundurinn í fundaröð SFS sem nefnist Samtal um sjávarútveg, en  alls verða fundirnir fjórir. Markmiðið er að leiða saman fólk úr ólíkum áttum til þess að ræða málefni sjávarútvegsins á breiðum grunni. Til stendur að kynna niðurstöðuna af samtölunum á ársfundi samtakanna í byrjun maí.

„Íslenskur sjávarútvegur hefur náð miklum árangri í umhverfismálum eins og til dæmis með því að draga verulega úr notkun á olíu. Engu að síður er full ástæða til að gera betur og leita leiða til að ná enn meiri árangri í umhverfismálum. Við viljum því eiga samtal um það hvernig það verði best gert“, segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.

Sjá facebook viðburð hér.

Fréttin var fengin hér: