fbpx

Markmið

Markmið verkefnisins er að vinna að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið með þeim ellefu sveitarfélögum á Suðurlandi sem eiga land eða réttindi að hálendi Suðurlands.

Verkefnislýsing

Verkefnið byggir á eftirfarandisamþykkt frá ársfundi SASS 2018. Ársþing SASS 2018 hvetur til að unnið verði svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið þar sem horft verði til verndunar og nýtingar á svæðinu í heild.

Forathugun sem farið var í 2019 fólst í því að kalla saman aðila frá öllum sveitarfélögum á Suðurlandi sem eiga land að Suðurhálendinu. Athugaður var vilji þeirra til að vinna að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið. Einnig var hugað að skilgreiningum á hvar mörk Suðurhálendis liggja.

Eftir forathugun er ljóst að ellefu sveitarfélög af tólf vilja vinna saman að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið og verið er að útfæra nánar til hvaða þátta svæðisskipulagið skuli ná. – Sveitarfélagið Hornfjörður tekur ekki þátt þar sem Vatnajökulsþjóðgaður er á svæðinu.

Svæðisskipulag skal taka til svæðis sem myndar heild í landfræðilegu, hagrænu og félagslegu tilliti og getur þannig tekið til landshluta eða annarra stærri heilda eins og Suðurhálendisins.

Þar sem vinna á svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið skipa hlutaðeigandi sveitarstjórnir tvo kjörna fulltrúa í sameiginlega svæðisskipulagsnefnd og tvo til vara. Starfshópurinn annast vinnslu, kynningu og afgreiðslu svæðisskipulags undir yfirstjórn sveitarstjórna.

Gangi framangreint eftir verður svæðisskipulagsnefnd starfrækt fyrir Suðurhálendið. Nefndin sér um framfylgd og breytingar á svæðisskipulaginu og metur hvort að tilefni er til að endurskoða samþykkt svæðisskipulag. Svæðisskipulag er háð samþykki allra hlutaðeigandi sveitarstjórna og staðfestingu Skipulagsstofnunar. 

Tengsl við sóknaráætlun 2020-24

Verkefnið styður vel við þá framtíðarsýn sem fram kemur í stefnumörkun Suðurlands, má þar helst nefna aukin samvinna sveitarfélaga á Suðurlandi, náttúra og samtakamáttur. Kortlagning á náttúru en mögulegt svæðisskipulag tekur til kortlagningar á Suðurhálendinu þar sem verndun og nýting svæðisins verður haft að leiðarljósi. Auk þess getur slíkt skipulag tekið til atvinnusköpunar, uppbyggingar innviða og náttúruverndar. Verkefnið tengist einnig beint markmiði Sóknaráætlunar Suðurlands um gerð heildstæðrar landnýtingaráætlunar.

Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna mun taka mið af því á hvaða sviðum svæðisáætlunin verður unnin, sem verður eitt af fyrstu verkþáttum. Verða þau tengst þá kortlögð. „Samvinna um markmiðin“ tengist þó frá upphafi.

Árangursmælikvarðar

Samvinna um gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið verði kláruð og samþykkt af sveitarstjórnum 2023.

Lokaafurð

Staðfest svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið.


Verkefnastjóri
Bjarni Guðmundsson
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðilar
Skipulagsstofnun
Heildarkostnaður
59.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
Árið 2020: 8.000.000 kr. 
Árið 2021: 5.000.000 kr.
Árið 2022: 4.000.000 kr.
Árið 2023: 3.000.000 kr.
Ár
2022
Upphaf og lok verkefnis
2020-2023
Staða
Í vinnslu
Númer
203012


 

Heimasíða: www.sass.is/sudurhalendi