fbpx

Miðvikudaginn 24. nóvember var opinn kynningarfundur um svæðisskipulag Suðurhálendisins haldinn í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli. Fín mæting var á fundinn, sem var bæði fjar- og staðfundur. Fundargestir gátu spurt spurninga í gegnum vefforrit sem nýttist fundargestum vel, bæði þeim sem voru á staðnum og þeim sem voru að fylgjast með í gegnum streymi.

Hægt er að nálgast glærur frá fundinum hér. Jafnframt er hægt að senda fyrirspurnir um verkefnið á sudurhalendi@sass.is