fbpx

Strætó-appið er tilnefnt til norrænu umhverfisverðlaunanna 2016. Strætó-appið er notað til þess að kaupa farmiða ásamt öðrum möguleikum sem einfalda fólki að nota Strætó á auðveldan og fljótlegan máta.  Fyrirtæki frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð eru einnig tilnefnd til verðlaunanna. Verðlaunin eru veitt norrænum fyrirtækjum, samtökum eða einstaklingum sem notast við stafrænar lausnir á skapandi hátt til þess að stuðla að sjálfbærum lífsstíl. Norrænu umhverfisverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn 1. nóvember nk.