fbpx

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir eftir lögræðing á lögfræði- og velferðarsvið. Lögfræðingar sambandsins koma fram fyrir þess hönd við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla sem varða sveitarfélögin og vinna að upplýsingagjöf, ráðgjöf og fræðslu til sveitarfélaga.

Föst starfsaðstaða getur verið utan höfuðborgarsvæðisins, að þeirri forsendur uppfylltri að mögulegt verði að tryggja fullnægjandi starfsaðstöðu nærri heimili umsækjenda. Einnig er starfsaðstaða í boði á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Gert er ráð fyrir að ráðið verði í starfið til eins árs. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknir merktar Umsókn um starf lögfræðings á lögfræði- og velferðarsviði skulu berast til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík, eða í tölvupósti á samband@samband.is

Umsóknarfrestur er til 8. nóvember.

Nánari upplýsingar má finna hér.