fbpx

Þriðjudaginn 10. febrúar var skrifað undir samninga um sóknaráætlanir landshluta fyrir tímabilið 2015-2019. Nú er verið að sameina í einn samning verkefnin sóknaráætlanir landshluta, vaxtarsamninga og menningarsamninga. Heildarfjárhæð samningana nemur ríflega 550 m. kr. en til viðbótar mun mennta-og menningarmálaráðuneytið leggja til fjármagn til áframhaldandi rekstur menningarmiðstöðva á Austurlandi og Suðurlandi og einnig munu nokkrar sértækar fjárveitingar renna inn í sóknaráætlanir einstakra landshluta.

Nánar um samninginn á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga