fbpx

Markmið

Meginmarkmið verkefnisins er að stöðva viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðakjörnum og í sveitum landsins. Verkefnið miðar að víðtæku samráði og því að virkja þekkingu og getu íbúa byggðarlaga til að móta framtíðarsýn, markmið og lausnir. Þeim aðferðum sem er beitt er ætlað að stuðla að valdeflingu, (empowerment), sem birtist m.a. í fyrirkomulagi funda og í ferlinu í heild sinni.

Verkefnislýsing

Verkefnið Skaftárhreppur til framtíðar er hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir. Verkefnið er rúmlega hálfnað og hefur SASS átt fulltrúa í verkefnastjórn verkefnisins og leggur verkefninu til fjármagn á ári hverju.

Tengsl við sóknaráætlun

Verkefnið byggir á markmiðum og stefnum sem fram koma í Sóknaráætlun Suðurlands 2015–2019. Verkefnið fellur einna helst að þeirri megin áherslu sóknaráætlunar að vinna að fjölbreytni í atvinnulífi, mannlífi og menningu á svæðinu.

Einnig fellur verkefnið sérstaklega vel að markmiðum sóknaráætlunar um að „efla grunngerðir atvinnulífs í landshlutanum“.

Lokaafurð

Samfélag sem uppfyllir ekki lengur skilgreiningu Byggðastofnunar sem „brothætt byggð“

Verkefnastjóri
Eirný Valsdóttir (f.h. SASS situr Guðlaug Ósk Svansdóttir)
Verkefnastjórn
Sigríður Þorgrímsdóttir, Kristján Halldórsson, Sandra Brá Jóhannsdóttir, Auðbjörg B. Bjarnadóttir, Erla Þórey Ólafsdóttir, Ólafía Jakobsdóttir, Guðlaug Ósk Svansdóttir, Eirný Valsdóttir
Framkvæmdaraðili
Kirkjubæjarstofa
Samstarfsaðili
SASS, Byggðastofnun, sveitarfélagið Skaftárhreppur og Kirkjubæjarstofa
Heildarkostnaður
11.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
3.000.000 kr.
Ár
2016
Tímarammi
Janúar-desember 2016
Staða
Lokið