fbpx

Fyrsti fundur í fundaröð forsætisráðherra um stöðu mannréttinda verður haldinn á Selfossi 29. ágúst nk. á Hótel Selfossi kl. 16:00-17:30. Um er að ræða opinn samráðsfund þar sem fjallað verður um stöðu mannréttinda, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara. Fundaröðin er liður í vinnu við Grænbók um mannréttindi en mikil áhersla er lögð á víðtækt samráð í ferlinu.

 

Öll eru velkomin, en þátttakendur eru beðnir að skrá sig hér