fbpx

Markmið

Með verkefninu er fyrst og fremst horft til þess að styrkja og efla virðiskeðju matvælaframleiðslu með höfuð áherslu á nýsköpun, hringrásarhagkerfi, umhverfismál, efnahag, markaðsmál og fjölgun starfa. Um er að ræða uppbyggingu á samstarfsvettvangi fyrir aðila sem koma að virðiskeðju matvælaframleiðslu á Íslandi í þeim tilgangi að auka samvinnu framleiðslufyrirtækja og tengja við opinbera stoðþjónustu greinarinnar. Afurðin verður Klasi drifin áfram af atvinnulífinu sjálfu sem mun virka sem einskonar uppspretta nýrrar þekkingar og nýsköpunar fyrir Suðurland með áherslu á Ölfus.

Verkefnislýsing

Um er að ræða rekstrarform sjálfseignarstofnunar sem mun bera heitið Ölfus Cluster, þekkingarsetur ses. Í grunninn þá verður afurð verkefnisins samstarfsvettvangur/klasi fyrirtækja sem vill sækja fram með því að horfa til lausna sem leiða til aukinna gæða, hagræðingar og umhverfisvænnar framleiðslu á matvælum. Klasinn mun fyrst í stað leggja ríka áherslu á fyrirtæki í ylrækt, fiskeldi og tengdum greinum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi en allir hlekkir virðiskeðjunnar eru undir. Starfssvæði klasans er fyrst og fremst Suðurland en með áherslu á Ölfus en svæðið einkennist af miklum náttúrulegum auðlindum og tækifærum til atvinnusköpunar. Horft er til víðtæks samstarfs við þá aðila sem koma að atvinnu- og nýsköpun innan Suðurlands og starfa að uppbyggingu svæðisins í samstarfi við landshlutasamtökin. Þannig sjáum við fyrir okkur að Klasinn muni starfa náið með atvinnuráðgjöfum SASS og hinu ný stofnaða félagi Orkedíu.

Gert er ráð fyrir að verkefnið/klasinn verði sjálfbær með framlögum frá fyrirtækjum, opinberum sjóðum og styrkjum innan 3j ára. Sótt er um styrk frá Sóknaráætlun til eins árs í senn. Í lok árs verður árangurinn metinn ásamt þörfin á frekari fjármögnun.

Tengsl við sóknaráætlun 2020-24

Megin áherslur Sóknaráætlunar eru Atvinna- og nýsköpun, Umhverfi og Samfélag. Verkefnið fellur einkar vel að þessum meginmarkmiðum en tilgangur verkefnisins er að skapa atvinnu á svæðinu með því að styðja við og hvetja til nýsköpunar og vöruþróunar. Starfsemi klasans mun hafa til grundavallar sjálfbæra þróun svæðisins þar sem áhersla er á endurnýjanleg orku, hringrásarhagkerfið og jöfnun kolefnislosunar. Þannig hefur verkefnið sterk tengsl við umhverfismarkmið Sóknaráætlunar.

Klasinn mun fræða og stuðla að aukinni umhverfisvitund fyrirtækja og íbúa með opnum málþingum, fundum og vinnustofum í samstarfi aðila innan klasans. Þannig mun verkefnið miðla til samfélagsins og stuðla að aukinni velferð og bættum lífskjörum á Suðurlandi.

Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Við eigum einungs eitt líf og eina jörð. Verkefnið tengist heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna sterkum böndum. Innan marka sveitafélagsins Ölfus sem er megin starfssvæði verkefnisins er að finna gríðarlega mikilvægar endurnýjanlegar náttúrulegar auðlindir. Í þessum auðlindum felast mikil tækifæri en jafnframt er mikil ábyrgð sem hvílir á þeim sem í dag nýta þessar auðlindir.

Verkefnið tengist þessum markmiðum beint:

2. Ekkert hungur – Með aðkomu að vöruþróun innan íslensks landbúnaðar og sjálfbærni í framleiðslu landbúnaðarafurða stuðlar verkefnið beint og óbeint að skrefum í að tryggja fæðuöryggi og útrýma hungri í heiminum.

6. Hreint vatn- og hreinlætisaðstaða – Sá grunnvatnsstraumur sem liggur af hálendi Ölfus niður á láglendið og á haf út er ein stærsta og mikilvægasta ferskvatnslind landsins. Það er því í senn mikilvægt að tryggja sjálfbæra nýtingu þessarar auðlindar en jafnframt að nýting hennar sé liður í því að tryggja aðgengi allra að hreinu vatni.

7. Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði – Sveitafélagið Ölfus er án efa eitt orkuríkasta sveitafélag landsins, t.a.m. þá er stór hluti þeirra orku sem nýtt er á öllu höfuðborgarsvæðinu tekin úr sveitafélaginu Ölfus. Í Ölfus er þó enn mikið af ónýttum orkuuppsprettum sem mikilvægt er að rannsaka og í kjölfarið að tryggja að nýting hennar verði sjálfbær og stuðli að bættum lífskjörum í landinu öllu.

8. Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla – Klasinn er samstarfsvettvangur leiðandi aðila á svæðinu þar sem áhersla er á að skapa atvinnutækifæri með nýjum arðbærum störfum. Öflugt samstarf fyrirtækja og opinberra stuðningsaðila á sem breiðustum grunni og með sjálfbæra þróun að leiðarljósi er lykillinn að kraftmiklu sjálfbæru hagkerfi.

9. Byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun – Mikil áhersla hefur verið lögð á uppbyggingu innviða í sveitafélaginu og þá sérstaklega í kringum höfnina. Höfnin í Þorlákshöfn mun að öllum líkindum verða eitt stærsta framfaraskref fyrir iðnað og nýsköpun í landshlutanum öllum á næsta áratug. Klasinn tekur ríkan þátt í þeirri vinnu og er til að mynda að setja af stað verkefni er tengjast orkuskiptum hafnarinnar og hvernig höfnin verður í stakk búinn fyrir orkuskipti skipaflotans. Í þessu felast gríðarlegir hagsmunir fyrir iðnaðinn í landinu ásamt því að verkefnið er stór liður í að minka bæði losun kolefnis og að takmarka vistspor okkar Íslendinga.

12. Tryggja sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur -Verkefnið mun hvetja til umræðu innan klasans um vistsporið og hvernig megi lágmarka það í framleiðslu á öllum stöðvum virðiskeðjunnar.

14 – 15. Líf í vatni og líf á landi.  -Verkefnið mun hvetja rannsókna og fræðslu um auðlindir og nytjastofna og stuðla að sjálfbærri nýtingu á sameiginlegum auðlindum í hafi og á landi.  Verkefnið mun stuðla að samstarfi fyrirtækja á svæðinu við rannsókna- og fræðasamfélagið og þannig hvetja til eða halda utan um rannsóknir á þessum mikilvægu auðlindum (dæmi Þorláksskógar). Í hafi utan við Suðurland og Þorlákshöfn er að finna mikilvæga nytjastofna fyrir efnahag landsins og sem eru sumir hverjir í mikilli hættu, sbr. humarstofninn. Á landi er í Sveitafélaginu Ölfus gríðarlega mikið verk fram undan í uppgræðslu og ræktun skóga. Þar má nefna verkefnið Þorlákskóga sem miða að því að rækta upp skóg á örfoka landi og suðla þannig að bindingu kolefnis, stöðva jarðvegseyðingu og ýta undir líffræðilega fjölbreytni plantna og dýra.

Árangursmælikvarðar

Fjöldi nýrra fyrirtækja á svæðinu
Fjöldi nýrra starfa á svæðinu
Þátttaka og aðkoma að nýsköpunar- og vöruþróunarverkefnum
Aðgerðir/verkefni sem draga úr kolefnislosun eða bindingu kolefni
Aðgerðir sem stuðla að eða minnka vistspor
Ráðstefnur/málþing/vinnustofur/hátækni Hakkaþon
Umsóknir í innlenda og erlenda styrktarsjóði
Háskólaverkefni til meistara- eða doktorspófs

Lokaafurð

Afurðin er þekkingarklasi fyrirtækja og stofnanna sem tengjast matvælaframleiðslu með einum eða öðrum hætti.

Afurðir verkefnis að loknum 12 mán.:

  • Klasi, öflugur samstarfsvettvangur fyrirtækja í matvælaframleiðslu með kröftugt tengslanet
  • Vefrit með samantekt á niðurstöðum málstofa/ráðstefna og þeirri vinnu sem klasinn kom að.
  • Stefnumótun og framtíðarsýn klasans til næstu 10 ára
  • Rannsóknir og skýrslur í samstarfsverkefnum.

Verkefnastjóri

Framkvæmdaraðili
Páll Marvin Jónsson, verkefnastjóri Sveitarfélagsins Ölfus
Samstarfsaðilar

Heildarkostnaður
30.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
8.000.000 kr.
Ár
2021
Upphaf og lok verkefnis
janúar-desember 2021
Staða
Í vinnslu
Númer
213007


Staða verkefnis í ágúst 2021

Undirbúningur fyrir stofnun Ölfus Cluster, þekkingarsetur ses. (ÖC) hófst fyrir um tveimur árum og snemma árs 2020 var óskað eftir stuðningi frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu (ANR) og samstarfi við Samtök Sunnlenskra Sveitafélaga (SASS) um stofnun Þekkingarsetursins. Þann 1. júní 2020 var síðan ráðinn verkefnastjóri sem hefur annarsvegar unnið að undirbúningi á stofnun ÖC ásamt því að vinna að fjölmörgum verkefnum sem tengjast atvinnu uppbyggingu á svæðinu og falla undir starfsemi ÖC. Á stjórnarfundi SASS þann 15. janúar samþykkti stjórn SASS að leggja til við Stýrihóp Sóknaráætlunar  að stofnun og starfsemi ÖC verði eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar fyrir Suðurland árið 2021. Var samþykkt að úthluta verkefninu 7 milljónum á starfsárinu.

Snemma í ferlinu var sett á laggirnar undirbúningsstjórn til þess að vinna að framgangi verkefnisins. Undirbúningsstjórn starfaði fram að stofnfundi. Undirbúningsstjórn var skipuð eftirfarandi aðilum:

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfus; Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa ehf.; Berglind Rán Ólfasdóttir, framkvæmdastýra ON ohf.; Ingólfur Snorrason, stofnandi Landeldi ehf.; Hörn Heiðarsdóttir, Ráðgjafi hjá FAO.; Grétar Ingi Erlendsson, markaðsstjóri Auðbjargar ehf.; Guðríður Helgadóttir, starfsmenntanámsstjóri, Landbúnaðarháskóla Íslands.

Á stofnfundi sem haldinn var þann 24. september var Skipulagsskrá samþykkt, heiti klasans ásamt firmamerki samþykkt og kosin stjórn. Alls komu 20 fyrirtæki að stofnun ÖC á stofnfundi og var stofnfé alls 9,1 milljón. Heimild er að taka inn stofnaðila fram að næsta aðalfundi og eru tveir aðilar í viðræðum um aðkomu. Á stofnfundi voru jafnframt kynnt drög af samkomulagi milli ÖC og Matís þar sem tilgangurinn er að viðkomandi eigi með sér samstarf um uppbyggingu klasasamstarfs í Ölfus með áherslu á fræðslu, nýsköpun, rannsóknir og atvinnuuppbyggingu innan sveitafélagsins.

Stjórn samþykkt á stofnfundi 24. september 2021:

Áshildur Bragadóttir, nýsköpunar- og þróunarstjóri, Lbhí; Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ON hf; Elliði Vignisson sveitastjóri Ölfus; Grétar Ingi Erlendsson markaðsstjóri Black Beach Tours  formaður bæjarráðs Ölfus; Hafsteinn Helgason sviðsstjóri rannsókna og þróunar, Efla; Ingólfur Snorrason framkvæmdastjóri Landeldi ehf.; Jens Garðar Helgasons, framkvæmdastjóri Laxa ehf.

Verkefni sem koma inn á borð til ÖC eru mjög svo fjölbreytt og misjöfn að umfangi og í tímalengd. Verkefni eins og uppbygging grænna Iðngarða og framleiðsla rafeldsneytis á formi vetnis eða ammóníaks eru t.a.m. verkefni sem eru í undirbúningi og fjárfestingaþörf í verkefnonum hlaupa á milljörðum.  Önnur verkefni sem unnið er að snúa að því að tryggja innviði svæðisins í samstarfi við sveitafélagið og viðkomandi hagaðila. Jafnframt koma á borð ÖC fjölmörg stór og smá atvinnuþróunarverkefni er snúa að nýsköpun í atvinnulífinu á svæðinu eða vöruþróun og jafnvel rannsóknum.

Heimasíða: www.olfuscluster.is