fbpx

 

Hugrún Sigurðardóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri fjölmenningar hjá Kötlusetri til eins árs. 

Hugrún er hjúkrunarfræðingur að mennt með víðtæka reynslu af félagsmálum og teymisvinnu. Í starfinu felst samvinna Mýrdalshrepps í tenglsum við fjölmenningarmál og stýring á samstarfsverkefni SASS og sveitarfélaganna Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps, Skaftárhrepps og Sveitarfélagsins Hornarfjarðar um sjálfbæra lýðfræðilega þróun á miðsvæði Suðuslands með sérstaka áherlsu á nýja íbúa svæðisins. 

Verkefnið er samstarfsverkefni SASS og sveitarfélaganna fjögurra og hefur Byggðastofnun styrkt verkefnið. Verkefnisstjóra er ætlað að þróa og leiða samstarfsvettvang tengdan verkefninu og styðja sveitarfélögin við gerð á móttökuáætlun og/ eða stefnu fyrir nýja íbúa á svæðinu.