fbpx

Eyjólfur Sturlaugsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fræðslunets Suðurlands og mun taka við starfinu um áramótin. Eyjólfur var valinn úr hópi 15 umsækjenda. Hann starfar sem skólastjóri Auðarskóla í Búðardal en starfaði áður sem skólastjóri Vallaskóla á Selfossi frá árinu 2002-2009. Eyjólfur lauk B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands 1989, var í framhaldsnámi í sama skóla og lauk diplómunámi í upplýsingatækni. Árið 2011 lauk hann MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.

Eyjolfur Sturlaugsson small