fbpx

Íþrótta- og menningarnefnd sveitarfélagsins Árborg hefur skipulagt menningarmánuðinn október 2014. Dagskráin er fjölbreytt þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

5. október –  Íslenskar skáldkonur – Rauða húsið á Eyrarbakka kl.14:00 Íslenskar skáldkonur í ljóðum, fræðum og tónlist. Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Kristrún Guðmundsdóttir, Heiðrún Ólafsdóttir og Sigrún Haraldsdóttir flytja eigin ljóð. Anna Þ. Ingólfsdóttir verður með erindi og Lay Low syngur ásamt Agnesi Ernu Estherardóttur. Frítt inn.
16. október Selfossbíó – Hótel Selfoss kl.20:00
Hátíðarkvöld til minningar um Selfossbíó sem setti svip sinn á bæjarlífið á Selfossi fram yfir 1980. Lifandi frásagnir, viðtöl, tónlist o.fl. Húsið opnar 19:30. Frítt inn.
18. október – Rauða húsið á Eyrarbakka – októberfest kl. 20:00
Menningarkvöld þar sem farið er yfir sögu Rauða hússins á Eyrarbakka í máli og myndum. Að lokinni frásögn spilar Örlygur Benediktsson ásamt hljómsveit,  þýsk þjóðlög í anda októberfestivals. Frítt inn.
26. október – Umf. Stokkseyri – íþróttahúsið á Stokkseyri kl. 15:00
Farið yfir sögu Ungmennafélags Stokkseyrar. Frásagnir, tónlist, myndir,
sýning á gömlum munum. Félagar sjá um kaffisölu. Frítt inn.
30. október – Tónleikar ungmennahússins – Pakkhúsið kl. 20:00
Ungar hljómsveitir spila í Pakkhúsinu. Frítt inn.
31. október – Bifreiðastöð Selfoss, Inghóll og Fossnesti – Hvíta húsið kl. 20:30, menningarkvöld um Bifreiðastöð Selfoss,  Inghól og Fossnesti. Farið yfir söguna í máli og myndum, viðtöl við gamla starfsmenn og sýndir gamlir munir, tónlistaratriði o.fl. Húsið opnar kl. 20:00. Frítt inn.