fbpx

Markmið

  • Gera markaðsgreiningu sem Markaðsstofan ásam helstu hagsmunaaðilar hennar geta nýtt sér sem grunn að áætlun í sinni markaðssókn (sveitarfélög og aðildarfyrirtæki)
  • Fá ferðamenn til að dvelja lengur og ferðast víðar um landshlutann og skila þar með meiri tekjum á Suðurland
  • Leggja grunn að samhæfðri markaðsáætlun fyrir Suðurland byggt á greiningum skv. aðferðafræði markaðsfræðinnar
  • Auka þar með arðsemi fjárfestinga þessara hagsmunaaðila í markaðsmálum
  • Leggja þar með grunn að skiptingu verkefna/áherslum í markaðsmálum milli aðila sem koma að stoðþjónustu við ferðaþjónustuna í landshlutanum og bæta þar með nýtingu fjármagns sem varið er til markaðssetningar á áfangastaðnum Suðurlandi

Verkefnislýsing

Verkefnið er tengt verkefninu Suðurland allt árið er miðað að því að laða ferðamenn á Suðurland utan háannatíma og markaðssetja það sem áfangastað yfir vetrarmánuðina ásamt því að fá fólk til að dvelja á svæðinu.

Til að áframhaldandi markaðssetning á áfangastaðnum Suðurlandi verði markviss og skili tilætluðum árangri er mikilvægt að sú vinna byggist á greiningum og  upplýsingum. Slík greining hefur ekki verið unnin fyrir landshlutann. SASS í samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands hefur því hug á að láta vinna slíka greiningu sem mun nýtast henni á áframhaldandi markvissri markaðssetningu sem og hagsmunaaðilum hennar í ferðaþjónustu og stoðþjónustu hennar á svæðinu.

Verkefnið skiptist í tvo hluta; greiningu og áætlunargerð.

Aðildarfyrirtæki Markaðsstofunnar sem og sveitarfélög á Suðurðandi munu njóta áfram krafta hennar í markaðssetningu fyrir landshlutann sem yrði enn betur miðuð að þeim markhópum sem ákjósanlegir eru fyrir svæðið. Þá myndu hagsmunaaðilar hafa aðgang að greiningum og upplýsingum sem styrkir þá í sinni ákvarðanatöku og áherslum í sinni markaðssókn.

Tengsl við sóknaráætlun

Verkefnið samræmist bæði markmiðum og áhersluverkefnum Sóknaráætlun Suðurlands 2015-2019.

Markmið Sóknaráætlunar er m.a. að auka samkeppnishæfni landshlutans og hafa jákvæð áhrif á samfélagsþróun. Eins og sjá má í kafla um markmið fellur verkefnið vel að báðum þessu markmiðum þar sem það gerir markaðssókn áfangastaðarins markvissari og þar með samkeppnishæfari og hefur það jákvæð áhrif á þróun samfélagsins alls.

Lokaafurð

Markaðsgreining og markaðsáætlun fyrir áfangastaðinn Suðurland.

Verkefnastjóri
Dagný H. Jóhannsdóttir        
Verkefnastjórn
Eiríkur Vilhelm Sigurðsson, Árdís Erna Halldórsdóttir, Ásborg Arnþórsdóttir, Bragi Bragason, Árný Lára Karvelsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Þórður Freyr Sigurðsson
Framkvæmdaraðili
Markaðsstofa Suðurlands
Samstarfsaðili
Hagsmunaaðilar Markaðsstofunnar eru helstu samstarfsaðilar að verkefninu sem eru aðildarfyrirtæki og sveitarfélög á svæðinu
Heildarkostnaður
2.250.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
2.250.000 kr.
Ár
2016
Tímarammi
Árið 2016