fbpx

Málþing  Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál verður haldið á Grand hóteli 8. September nk. Og hefst dagskráin kl. 10:00. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá málstofunni á upplýsingavef sambandsins www.samband.is/um-okkur/bein-utsending/

Umfjöllunarefnið að þessu sinni er námsárangur í íslenskum skólum. Snýst skólastarf um árangur í námi eða að fjölbreyttum hópi nemenda líði sem best? Ákveðið var að beina kastljósinu að námsárangri m.a. í ljósi síðustu PISA niðurstaðna. Þær gefa ótvírætt til kynna að íslenskir nemendur ættu að geta gert betur sérstaklega ekki hvað síst vegna þess að skólabragur og viðhorf nemenda til náms hafa batnað veruleg.

Markmið með málstofu sambandsins um skólamál er að koma á samráðsvettvangi fræði- og fagmanna, sveitarstjórnarmanna, sem ákvarða stefnumótun sveitarfélags og starfsmanna sveitarfélaga, sem framfylgja henni og annarra hagsmunaaðila um skólastarf sveitarfélaga. Málstofunni er ætlað að skapa virkan samræðugrundvöll þessara aðila þar sem ávinningur getur orðið bein hagnýting niðurstaðna, hugmynda og upplýsinga inn í stefnumörkun sveitarfélaga og almenna umræðu í skólamálum.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á www.samband.is/verkefnin/skolamal/skolathing-og-malstofur/malthing-2014/

Bókaormur