fbpx

Fimmtudagskvöldið 6. febrúar er boðið til opins íbúafundar í Skaftárhreppi til að fylgja eftir íbúaþingi sem haldið var í sveitarfélaginu í október síðastliðnum.

Á fundinum verður fjallað um skilaboð íbúaþingsins í október og hvernig þeim verður fylgt eftir.  Verkefnisstjórn, sem skipuð er fulltrúum frá Byggðastofnun, Skaftárhreppi, SASS og íbúum, segir frá þeim málum sem hún mun taka upp á sína arma.  Einnig verður sagt frá þeim skilaboðum þingsins sem verkefnisstjórnin mun koma á framfæri við stjórnvöld.  Loks verða íbúar spurðir frétta af þeim málum sem þeir skráðu nöfn sín á til að fylgja eftir.  Verkefnið „Skaftárhreppur til framtíðar“ er hluti af verkefninu „Brothættar byggðir“ sem unnið er að á vegum Byggðastofnunar í fjórum byggðarlögum. 

Að loknum kynningum verða almennar umræður.  Skaftárhreppur býður upp á kaffi og kleinur.

Fundurinn verður haldinn í Kirkjuhvoli og hefst kl. 20.

Hægt er að nálgast samantekt frá íbúaþinginu á slóðinni: http://www.byggdastofnun.is/static/files/Brothaettar_byggdir/samantekt-skaftarhreppur-lok.pdf