fbpx

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) boða til opins fundar um gagnsæi í sjávarútvegi, miðvikudaginn 26. febrúar.

Frummælendur eru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands og Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Þau munu reifa hugmyndir sínar um hvernig auka megi gagnsæi í sjávarútvegi. Að því loknu fara fram pallborðsumræður með þátttöku Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS.

Streymið er aðgengilegt hér.