fbpx

Val á Sveitarfélagi ársins 2022 var tilkynnt við hátíðlega athöfn í húsi BSRB þann 3. nóvember sl. Er þetta í fyrsta skiptið sem valið fer fram en alls voru veittar fjórar viðurkenningar fyrir bestu heildarniðurstöðu þátta sem stuðla að blómlegu og heilbrigðu starfsumhverfi starfsfólks sveitarfélaga. 

Grímsnes- og Grafningshreppur er sveitarfélag ársins 2022. Önnur sveitarfélög sem hlutu viðurkenningu voru Hrunamannahreppur, Flóahreppur og Bláskógabyggð. 

Könnunin Sveitarfélag ársins var framkvæmd vorið 2022, niðurstöðurnar veita mikilvægar upplýsingar um starfsumhverfi á vinnustöðum sveitarfélaganna og samanburð við aðra vinnustaði. Tilgangurinn er að hvetja stjórnendur sveitarfélaga til að veita starfsumhverfi meiri athygli og ráðast í umbótaverkefni þar sem þess er þörf. 

Lesa nánar hér