fbpx

Bókun á sveitarstjórnarfundi 3. desember sl.

„Lagt er til að frá 1.ágúst 2015 verði  leikskóli Skeiða-og Gnúpverjahrepps gjaldfrjáls fyrir þá sem lögheimili hafa í sveitarfélaginu. Miðað skal við að vistun barna frá eins árs aldri sé gjaldfrjáls og sú að vistun sé ekki á öðrum tímum en frá kl 08 til kl 16 virka daga, sé um vistun á öðrum tímum að ræða greiða foreldrar fyrir það samkvæmt gjaldskrá sem sveitarfélagið ákveður. Foreldrar taka áfram þátt í fæðiskostnaði í samræmi við samþykkta gjaldskrá. Séu umráðamenn barns ekki með lögheimili í sveitarfélaginu greiða þau fyrir vistun samkvæmt gjaldskrá.

Tillaga samþykkt samhljóða