fbpx

Ert þú í rekstri fyrirtækis? Þá býðst þér að taka þátt í fyrirtækjakönnun landshlutanna. Hún er fyrir alla aðila í rekstri, hvort sem um ræðir stór, miðlungs eða lítil fyrirtæki, eða einyrkja.

Með könnuninni hafa landshlutasamtök, Byggðastofnun og aðrir sem vinna að byggðaþróun reynt að gera sér grein fyrir stöðu atvinnulífsins vítt og breitt um landið. Könnunin hefur verið framkvæmd frá 2013 og hefur verið nýtt til að spegla atvinnulífið á landinu öllu.

Til skoðunar hafa verið styrkleikar, veikleikar, ásamt ógnunum og tækifærum fyrirtækja. Niðurstöður úr könnunum síðari ára hafa verið ein mikilvægasta stoðin til að móta áherslur í starfi sem snýr að stefnumótun landshlutanna til framtíðar, áherslur í styrkveitingum, ýmissi ráðgjöf, upplýsingagjöf til stjórnvalda og jafnvel uppspretta akademískra rannsókna á sviði atvinnumála hérlendis.

Aðstandendur könnunarinnar vilja hvetja alla þá sem eru í rekstri á öllu landinu; fyrirtæki, einstaklinga, einyrkja og opinbera aðila að taka þátt, til að birta raunhæfa mynd af stöðu til almennings og stjórnvalda.

Hægt er að taka þátt hér: Fyrirtækjakönnun landshlutanna 2022