fbpx

Þann 5. október munu ungir atvinnurekendur eiga sviðið í hádegishittingi Hreiðursins frumkvöðlaseturs. Linda Rós Jóhannesdóttir eigandi Studio Sport, og þeir Kjartan Ásbjörnsson og Guðmundur Helgi Harðarson eigendur GK bakarís, munu ræða um hvað fékk þau til að taka stökkuð, hvað hefur gengið vel og hvar helstu hindranirnar liggja. 

Allir eru velkomnir í súpu og spjall, en einnig er hægt að fylgjast með beinu streymi á Facebook.

Hittingurinn verður haldinn í Fjölheimum á Selfossi.