fbpx

Íbúar Flóahrepps ætla að vera með „Fjör í Flóa“ á Menningarnótt í Reykjavík,  23. Ágúst  2014 í húsnæði Friends in Iceland á Geirsgötu 7a – 101 Reykjavik (frá 13:00 til 18:00). Við ætlum að vera með sýnishorn af því sem Flóahreppur hefur upp á að bjóða, hvort sem það er handverk, menning, matur eða þjónusta. Stærsti hani í heimi verður meðal annars til sýnis, ásamt handverki unnið úr við og ull, kærleiksskart úr sveitinni, smakk beint frá býli auk þess sem ferðaþjónustubændur ætla að kynna starfsemi sína o.m.fl. Flóahreppur er lifandi samfélag með fjölbreytt mannlíf sem býður upp á mikla afþreyingu, fjölda viðburða og samkoma, nýjar hefðir og rótgrónar.

Kýr-á-beit-Flóahreppur