fbpx

„Frumkvöðladagur Uppsveitanna“ verður haldinn á Café Mika í Reykholti, fimmtudaginn 12. mars kl. 13:00-17:00
Dagurinn er haldinn í samstarfi sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu, markmiðið er að stuðla að nýsköpun og hvetja hugmyndaríkt fólk til dáða. Hugað verður að því hvernig má komast frá hugmynd til framkvæmdar. Stoðkerfið verður kynnt ásamt styrkjamöguleikum og reynslusögum deilt.
Í lok dagskrár hafa áhugasamir tækifæri til að spjalla við ráðgjafa.

Dagskrá:
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri hjá Impru/Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
„Einstök íslensk upplifun“

Þórður Freyr Sigurðsson, atvinnuráðgjafi og verkefnastjóri hjá SASS.
„Stoðkerfi og styrkjamöguleikar“

Ingunn Jónsdóttir vöruhönnuður og verkefnisstjóri hjá Háskólafélagi Suðurlands og Matís.
„Nýsköpunarhugsun í námi“

Kaffihlé

Reynslusögur fyrirtækja í Uppsveitum Árnessýslu.
Umræður um nýsköpun með þátttöku fyrirlesara og fundarmanna.
Áhugasamir geta spjallað við ráðgjafa í lok fundar.

Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn á netfang asborg@ismennt.is  eða sími 898 1957