fbpx

Áhersluverkefni 2019

Markmið Dreifing og stýring ferðamanna um Suðurland með skilgreindum áhuga- og áningarstöðum byggða á umhverfisvænum og þematengdum samgöngum. Verkefnislýsing Samantekt á skilgreindum ferðaleiðum og skipulagning nýrra, og skilgreina þætti sem slíkar leiðir þurfa að uppfylla. Ferðamannaleiðirnar skulu vera fyrir fjölbreyttan ferðamáta. Einnig skal draga fram helstu tegundir ferðaþjónustu á Suðurlandi á leiðunum út frá þemum/markhópum.

Markmið Halda opna ráðstefnu á Suðurlandi sem tekur til almannavarna, náttúruvá og hvernig bregðast megi við út frá skipulagi, mannvirkjum og framkvæmdum. Kallað var eftir skýrari reglum sem stuðla að forvörnum varðandi náttúruvá og hvernig forvarnir geta verið hluti af skipulagsáætlunum sveitarfélaganna eða á höndum opinberra aðila til að kortleggja og meta vá. Verkefnislýsing Ráðstefnan

Markmið Reikna út kolefnisspor Suðurlands í heild, greina orsakavalda kolefnislosunar og möguleika á samdrætti og mótvægisaðgerðum fyrir Suðurland. Verkefnislýsing Leitað verður til sérfræðinga á sviði umhverfismála í verkefnið. Auk heildstæðrar aðgerðaráætlunar um loftlagsmarkmið verður unnið að skilgreiningu og flokkunar lands vegna landbúnaðar, landgræðslu og skógræktar m.t.t. verndunar, nýtingar og endurheimt votlendis skv. samþykktum ársfundar SASS

Markmið Mótun samræmdar stefnu í úrgangsmálum fyrir Suðurlandið sem taki til söfnunar, flokkunar, endurnýtingar og urðunar úrgangs á grunni hringrásarkerfisins og einnig á fræðslu Verkefnislýsing Verkefnið verður unnið í 2-3 áföngum. Byggt verður á greiningum og skýrslum sem þegar hafa verið unnar á Suðurlandi. Verkefnið er unnið samhliða, og eins miklu samstarfi og hægt er,