fbpx

Markmið

Mótun samræmdar stefnu í úrgangsmálum fyrir Suðurlandið sem taki til söfnunar, flokkunar, endurnýtingar og urðunar úrgangs á grunni hringrásarkerfisins og einnig á fræðslu

Verkefnislýsing

Verkefnið verður unnið í 2-3 áföngum. Byggt verður á greiningum og skýrslum sem þegar hafa verið unnar á Suðurlandi. Verkefnið er unnið samhliða, og eins miklu samstarfi og hægt er, innleiðingu stjórnvalda á Hringrásarhagkerfinu. Gert er ráð fyrir að ráða utanaðkomandi sérfræðing í þessum málefnum sem verkefnastjóra.

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019

Úrgangsmál snerta alla. Hringrásarhagkerfið byggir á nýsköpun, fræðslu, endurvinnslu og sjálfbærni. Verkefnið tengist þvert á fimm af sex megin áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands:

  • Auka samvinnu á milli sveitarfélaga í sem flestum málefnum
  • Vinna að heildrænni kortlagningu á náttúru, mannauði og menningu á Suðurlandi og draga fram sérstöðu einstakra svæða
  • Skapa jákvæða ímynd af Suðurlandi sem byggir á gæðum og hreinleika
  • Vinna að umhverfisvakningu með sjálfbærni að leiðarljósi og auka sjálfbæra nýtingu á orku og auðlindum
  • Auka fjölbreytni í atvinnulífi, mannlífi, menningu og menntun

Lokaafurð

Stefna um úrgangsmál og meðferð úrgangs byggð á Hringrásarhagkerfinu sem sveitarfélög koma til með að innleiða


Verkefnastjóri
Elíasbet Björney Lárusdóttir umhverfisfræðingur og verkefnastjóri á vegum SASS 
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Sveitarfélög á Suðurlandinu, umhverfisráðuneytið, sorpsamlögin á Suðurlandi og aðrir hagsmunaaðilar.
Heildarkostnaður
6.000.000.-
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
6.000.000.-
Ár
2019
Tímarammi
Unnið á árinu 2019
Árangursmælikvarði/ar
Mikilvægt framfaraskref í umhverfismálum og vitundarvakningu. Heildstæð og sameiginleg stefna landshlutans sem kallað hefur verið eftir
Staða
Lokið, skýrsla væntanleg fljótlega