Markmið

Dreifing og stýring ferðamanna um Suðurland með skilgreindum áhuga- og áningarstöðum byggða á umhverfisvænum og þematengdum samgöngum.

Verkefnislýsing

Samantekt á skilgreindum ferðaleiðum og skipulagning nýrra, og skilgreina þætti sem slíkar leiðir þurfa að uppfylla. Ferðamannaleiðirnar skulu vera fyrir fjölbreyttan ferðamáta. Einnig skal draga fram helstu tegundir ferðaþjónustu á Suðurlandi á leiðunum út frá þemum/markhópum. Leiðarnar verða kortlagðar skv. þrískiptingu Suðurlands (skv. áfangastaðaáætlun) og birtar á kortavef SASS og nýttar til kynningar fyrir ferðamenn á vef Markaðsstofu Suðurlands. Einnig verður hugað að að samræma merkinga ferðaleiðanna.

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019

Verkefnið tengist beint fimm af sex megin áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands:

  • Auka samvinnu á milli sveitarfélaga í sem flestum málefnum
  • Vinna að heildrænni kortlagningu á náttúru, mannauði og menningu á suðurlandi og draga fram sérstöðu einstakra svæða
  • Skapa jákvæða ímynd af Suðurlandi sem byggir á gæðum og hreinleika
  • Vinna að umhverfisvakningu með sjálfbærni að leiðarljósi og auka sjálfbæra nýtingu á orku og auðlindum
  • Auka fjölbreytni í atvinnulífi, mannlífi, menningu og menntun

Lokaafurð

Fjöldi nýrra þematengdra leiða sem aðgengilegar verða í kortagrunn SASS og á vef og öðru kynningarefni Markaðsstofu Suðurlands.


Verkefnastjóri
Dagný Hulda Jóhannsdóttir ráðgjafi og verkefnastjóri á vegum SASS
Framkvæmdaraðili
SASS og Markaðstofa Suðurlands
Samstarfsaðili
Hagaðilar á Suðurlandi sem vilja taka þátt.
Heildarkostnaður
4.000.000.-
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
4.000.000.-
Ár
2019
Tímarammi
Unnið á árinu 2019
Árangursmælikvarði/ar
A.m.k. ein leið í hverjum flokki (akandi umferð, göngu-, reið- og hjólaleiðir ) á hverju svæði (þrískiptu Suðurlandi), ný afþreying, uppbygging á ferðaleiðum/samgönguleiðum. Jafnari dreifing ferðamanna um svæðið.
Staða
Í vinnslu