fbpx

Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri í samvinnu við verslunina Vesturröst, verður haldin helgina 1. og 2. mars  frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins,  Eyrarbraut 49,  Stokkseyri.

Verður þar fjölbreytt úrval skotvopna til sýnis svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu frá landskunnum söfnurum m.a úr einkasöfnum frá Sverri Scheving Thorsteinssyni, Sigurði Ásgeirssyni, Einari frá Þverá og Drífu-haglabyssur frá Jóni Björnssyni heitnum frá Dalvík.  

Félagsmenn frá Skotfélaginu Ósmann á Sauðárkróki verða á staðnum og kynna sína starfsemi og sýna úrval af byssum frá sínum félagsmönnum.

Skotfélagið Ósmann var stofnað á Sauðárkróki þann 8. maí 1991 og er mikill fengur í því að fá þá norðanmenn í heimsókn.

Allt áhugafólk um skotvopn og veiðar er velkomið, aðgangseyrir er 1.250.- kr. fyrir fullorðna og 650.-kr. börn 6-12 ára.

Nánari upplýsingar á  www.veidisafnid.is og  www.vesturrost.is