fbpx

Þann 3. janúar 2016 verða eftirfarandi breytingar gerðar á leiðakerfi Strætó bs á Suðurlandi:

Tvær stoppistöðvar bætast við í Árborg á leiðum 74 og 75, annars vegar við Barnaskólann á Stokkseyri og hins vegar við Eyrarveg 11 á Selfossi (Eyrarvegur / Kirkjuvegur). Stoppistöðin Orkan-Selfossi verður Olís-Selfossi og verður staðsett á móti Olís. Leið 52: Ferðirnar kl. 12:00 frá Mjódd í Landeyjahöfn á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og laugardögum aka einungis að Hvolsvelli. Í áttina til Reykjavíkur hefst ferðin á Hvolsvelli kl. 15:08 í stað 14:35 í Landeyjahöfn. Leið 75: Ferð kl. 14:00 frá Selfoss – N1 mun fara fyrst á Stokkseyri, síðan á Eyrarbakka í stað þess að fara fyrst á Eyrarbakka, síðan Stokkseyri.

Einnig verða breytingar að öðrum leiðum á landsbyggðinni sem sjá má hér