fbpx

 

Vegagerðin hefur ákveðið að hækka í verði stakt fargjald úr 490 kr. í 570 kr. er þetta gert í samræmi við gjaldskrár hækkanir hjá Strætó bs. og tekur gildi á sama tíma, 1. júlí nk. Tímabilskort og nemakort verða þó óbreytt og hækka ekki að sinni. 

Strætó bs. hækkaði fargjöld sín þann 3. október 2022 sem nemur ríflega 12% og fór almennt fargjald úr 490 kr. í 550 kr. Vegagerðin tók þá ákvörðum um að hækka ekki fargjöld sín að sinni. Nú hefur Strætó bs. tekið ákvörðun um að hækka aftur verð á fargjöldum sínum og mun sú breyting eiga sér stað þann 1. júlí nk. Mun sú breyting snerta allar gerði farmiða hjá höfuðborgarvögnum.