fbpx

Hvernig sérðu Árborg fyrir þér næstu 10, 20 eða jafnvel 30 ár? Hvaða samfélagslegu og auðlindatengdu tækifæri finnast á þínu svæði? Hvernig er mikilvægt að halda á málum er varða búsetu og búferlaflutninga? Hvernig sérð þú atvinnutækifæri og nýsköpun þróast í þínu samfélagi. Verða börnin þín við stjórnvölinn í Árborg eftir 20 ár?

Við viljum heyra hvaða sýn þú hefur?

Norræna ráðherranefndin kom á laggirnar viðamiklu verkefni árabilin 2013-2016 sem fjallar um sjálfbæra svæðibundna þróun á Norðurslóðum Norðurlanda. Nokkur ólík byggðarlög á Norðurslóðum Norðurlanda eru sérstaklega tekin fyrir og er Árborg eitt þeirra svæða.
Sem liður í fyrrnefndu verkefni standa NordRegio og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga að opnum íbúafundi í Árborg 12. febrúar á Hótel Selfossi frá 17-20. Allir hjartanlega velkomnir. Góðar veitingar í boði.

Arctic_foresight_Cases_vs2sass logo (2)nordregio