fbpx

Á 210. fundi bæjarstjórnar Hornafjarðar sem haldinn var, 6. desember  sl. var eftirfarandi bókun lögð fram:

„Bæjarstjórn Hornafjarðar skorar á dómsmálaráðherra að breyta nýútkominni reglugerð um Lögregluumdæmi lögreglustjóra sem birt var á vef Innanríkisráðuneytis s.l. fimmtudag. 4. desember á þann veg að Sveitarfélagið Hornafjörður heyri undir lögregluumdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi og fylgi þannig kjördæmamörkum. Haldið verði áfram með þá vinnu sem í gangi hefur verið undanfarna mánuði þess efnis.“