fbpx

Aðalfundur Kvenfélags Hrunamannahrepps haldinn 31. mars 2014, lýsir yfir áhyggjum af stöðu öldrunarmála á Suðurlandi nú þegar biðlistar eftir hjúkrunarrými lengjast og lengjast um allt land. Fundurinn telur ekki forsvaranlegt að aldraðir þurfi að flytjast úr sínu byggðarlagi til dvalar á hjúkrunarrýmum í öðrum byggðarlögum, fjarri fjölskyldu og vinum.

Fundurinn kallar eftir stefnumörkun um uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis nú þegar og skorar á sveitarstjórnir í Laugarás-læknishéraði að taka höndum saman og hefja sameiginlega byggingu hjúkrunarheimilis.

Kvenfélag Hrunamannahrepps vill taka fram að kvenfélögin í Laugarás-læknishéraði hafa tekið höndum saman og eru öll tilbúin til að taka þátt í slíkri uppbyggingu og styðja við bakið á framkvæmd við byggingu nýs hjúkrunarheimilis. Eins og allir vita hafa þessi kvenfélög til margra ára, stutt dyggilega við Heilbrigðisstofnunina í Laugarási sem og á Selfossi.

Miðfell