fbpx

ART verkefninu mun ljúka frá og með næstu áramótum ef ekki er tryggt fjármagn til rekstursins. Velferðarráðuneytið veitti 27 milljónum króna til reksturs ART verkefnisins í fyrra og sveitarfélög á Suðurlandi greiddu ríflega 8 milljónir.  Skv. fjárlögum nú fellur styrkur niður til verkefnisins. Starfsmenn ART eru þrír og hafa 250 fjölskyldur sótt þjónustu ART-þjálfara frá því verkefnið hófst fyrir 10 árum. ART stendur fyrir Agression Replacement Training og snýst um félagsfærni, sjálfstjórnar- og siðferðisþjálfun barna með hegðunarvanda. Hér á landi hefur verið unnið með börnum og fjölskyldum þeirra í flestum skólum Suðurlands og námskeið haldin fyrir starfsfólk skóla, félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu víða um land.

http://www.isart.is/2015/08/art-kynningarmyndband-2/