Markmið Markmið verkefnisins er að stuðla að aukinni og sjálfbærri matvælaframleiðslu og -vinnslu á Suðurlandi með bættri nýtingu endurnýjanlegra auðlinda svæðisins og hámarka samfélagsleg og efnahagsleg tækifæri því tengdu. Þannig eru styrkleikar svæðisins ásamt þekkingu og núverandi starfsemi nýtt til að skapa ný tækifæri til að vinna á lausnarmiðaðan hátt gegn helstu áskorunum nútímans. Í
Markmið Með verkefninu er fyrst og fremst horft til þess að styrkja og efla virðiskeðju matvælaframleiðslu með höfuð áherslu á nýsköpun, hringrásarhagkerfi, umhverfismál, efnahag, markaðsmál og fjölgun starfa. Um er að ræða uppbyggingu á samstarfsvettvangi fyrir aðila sem koma að virðiskeðju matvælaframleiðslu á Íslandi í þeim tilgangi að auka samvinnu framleiðslufyrirtækja og tengja við opinbera
Markmið Markmið annars hluta verkefnisins er að vinna að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið með þeim ellefu sveitarfélögum á Suðurlandi sem eiga land eða réttindi að hálendi Suðurlands. Skilgreining á mörkum Suðurhálendisins verður ákveðin og til hvaða þátta svæðisskipulagið skuli ná. Verkefnislýsing Verkefnið byggir á eftirfarandisamþykkt frá ársfundi SASS 2018. Ársþing SASS 2018 hvetur til að
Markmið Markmið: Hagnýta tækifæri til nýsköpunar og markaðssóknar hjá starfandi fyrirtækjum og frumkvöðlum á Suðurlandi • Auka fjármagn til nýsköpunar á Suðurlandi (með áherslu á sókn í aðra sjóði) • Efla atvinnusköpun á Suðurlandi • Bein kynning á sjóðum til fyrirtækja og frumkvöðla • Efla ráðgjafaþjónustu SASS bæði út á við og á vef SASS
Markmið Að kanna viðhorf íbúa og forsvarsaðila fyrirtækja á Suðurlandi, út frá búsetuþáttum annars vegar og stöðu rekstrar og framtíðarhorfum í rekstri hins vegar Verkefnislýsing Íbúakannanir landshluta eru orðnar þekktar kannanir sem gefa mikilvægar upplýsingar fyrir landshlutasamtök og sveitarfélög. Afurðir kannana eru m.a. nýttar sem mælikvarðar vegna settra markmiða sóknaráætlunar. Framkvæmd kannana er unnin af
Markmið Hamingjulestin er hattur yfir fræðslu og verkefni sem hafa það að markmiði að stuðla að geðheilbrigði sem leiðir til aukinnar hamingju og vellíðunar meðal íbúa á Suðurlandi. Verkefnislýsing Fyrsta skrefið var að móta verkefnið út frá því fjámagni sem því var úthlutað. Hönnuð og opnuð var heimasíðan Hamingjulestin.is og Facebook síða með sama nafni.
Markmið NORA (Norræna Atlantssamstarfsins) er að styrkja samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. NORA veitir styrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-ríkis, þ.e. Grænlands, Færeyja, og strandhéraða Noregs. Hámarksstyrkur er 50% af heildarfjármögnun verkefnisins, en þó aldrei hærri en 500.000 DKK á ári. Lengst er veittur styrkur til 3ja ára. Í
Markmið Markmiðið með Umhverfis Suðurland er að fræða og miðla upplýsingum um umhverfismál til Sunnlendinga og hvetja til umhverfismeðvitaðra ákvarðana í daglegu lífi ásamt því að vinna að og þróa sérverkefni tengd umhverfismálum fyrir landshlutann. Verkefnislýsing Fast verkefni Umhverfis Suðurlands er að stuðla að fræðslu og vitundavakningu íbúa með það að markmiði að auðvelda þær
571. fundur stjórnar SASS haldinn að Austurvegi 56 13. ágúst 2021, kl. 13:00 – 15:00 Þátttakendur: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður, Lilja Einarsdóttir, Arna Ír Gunnarsdóttir, Einar Freyr Elínarson, Ari Björn Thorarensen og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir. Helgi Kjartansson, Grétar Ingi Erlendsson og Friðrik Sigurbjörnsson tengjast fundinum í gegnum fjarfundarhugbúnað. Þá taka þátt Vala Hauksdóttir fráfarandi
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna. Framlög verða veitt á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024 vegna verkefna sem tengjast aðgerð A.10 Almenningssamgöngur um land allt. Markmiðið er að styðja við þróun almenningssamgangna, þá sérstaklega út frá byggðalegum sjónarmiðum. Til ráðstöfunar verða allt að 30 milljónir króna, styrkupphæð